Ernest Mandel (1970) Skipulagskenning lenínismans: erindi hennar í dag

1. Inngangur Um sögulegt mikilvægi skipulagskenningar lenínismans og gildi hennar í dag verður því aðeins rætt af alvöru að menn tilgreini nákvæmlega stað hennar í sögu marxismans, eða, svo þetta sé orðað af meiri nákvæmni, í sögulegu myndunarferli marxismans og þróunar hans. Rekja verður þetta sögulega ferli, eins og öll ferli önnur, til innri andstæðna sinna, og gæta þá að nánu gagnkvæmu sambandi fræðilegrar þróunar … Halda áfram að lesa: Ernest Mandel (1970) Skipulagskenning lenínismans: erindi hennar í dag

Ernest Mandel (1974) Gúlageyjaklasinn: Árás Solsénitsíns á stalínismann … og októberbyltinguna

Gúlageyjaklasinn vitnar um þríþætta harmsögu. Fyrst er að geta hreinsana stalínismans, en milljónir sovéskra borgara urðu fyrir barðinu á þeim, m.a. meirihluti hinna gömlu Bolsévíka sem voru saklausir af glæpunum sem þeir voru ákærðir fyrir. Í öðru lagi er bókin harmsaga þeirrar kynslóðar andófssinnaðra menntamanna í Sovétríkjunum sem hafa vegna reynslu sinnar af stalínismanum hafnað lenínisma og marxisma og er af þeim völdum fyrirmunað að … Halda áfram að lesa: Ernest Mandel (1974) Gúlageyjaklasinn: Árás Solsénitsíns á stalínismann … og októberbyltinguna

V.I. Lenín (1910) Ákveðin einkenni sögulegrar þróunar marxismans

Fræðikenning okkar, sagði Engels – og vísaði þar til sjálfs sín og hins fræga vinar síns – er ekki kredda, heldur leiðarvísir til aðgerða. Þessi sígilda staðhæfing undirstrikar rækilega hlið á marxismanum sem algengt er að menn missi sjónar á. Og þegar við missum sjónar á henni breytum við marxismanum í einhliða, afskræmt og andvana þing; sviptum hann lífæðinni; gröfum undan helstu fræðilegu undirstöðu hans … Halda áfram að lesa: V.I. Lenín (1910) Ákveðin einkenni sögulegrar þróunar marxismans

V.I. Lenín (1899) Um verkföll

Á síðustu árum hafa verkföll orðið afskaplega tíð í Rússlandi. Nú orðið fyrirfinnst ekki eitt einasta iðnaðarhérað þar sem ekki hafa átt sér stað mörg verkföll. Og í stærri borgum eru stöðug verkföll. Það er því skiljanlegt að stéttvísir verkamenn og sósíalistar velti æ oftar fyrir sér þýðingu verkfalla, aðferðum við að heyja þau, og hlutverki sósíalista sem taka þátt í þeim. Við viljum reyna … Halda áfram að lesa: V.I. Lenín (1899) Um verkföll

Lev Trotskí (1922) Krafan um verkalýðsstjórn í Frakklandi

Kröfunni um verkalýðsstjórn svipar til jöfnu í algebru. Jafnan ákvarðar venslin milli hinna einstöku þátta, en hins vegar á eftir að setja inn í hana tölugildin. Þetta er bæði styrkur kröfunnar og veikleiki. Styrkur kröfunnar felst í því að hún nær til verkafólks sem enn hefur ekki skilið hugmyndina um alræði öreiganna, né heldur nauðsyn byltingarsinnaðs forystuflokks. Gallar kröfunnar stafa af algebrísku eðli hennar. Það … Halda áfram að lesa: Lev Trotskí (1922) Krafan um verkalýðsstjórn í Frakklandi

Antonio Gramsci (1933) Um bókmenntir og gagnrýni

Um bókmenntagagnrýni Listin er list en ekki pólitískur áróður, meðvitaður og fyrirsettur. Hindrar þessi hugmynd í raun og veru mótun ákveðinna menningarstefna, sem geti verið spegill tímans og styrkur ákveðnum pólitískum straumum? Því virðist ekki svo háttað, öðru nær. Það virðist að slík hugmynd geri viðfangsefninu róttækari skil og geti orðið undirstaða árangursríkari og þýðingarmeiri gagnrýni. Setjum svo að ekki beri að leita að öðru … Halda áfram að lesa: Antonio Gramsci (1933) Um bókmenntir og gagnrýni

Antonio Gramsci (1932) Inngangsfræði heimspeki og sögulegrar efnishyggju

Nauðsynlegt er að uppræta þá almennu hjátrú að heimspekin sé afar erfitt viðfangsefni sökum þess að hún sé andlegt starfssvið ákveðins flokks sérmenntaðra fræðimanna eða atvinnuheimspekinga sem eigi sér heimspekikerfi. Umfram allt þarf að sýna fram á að allir menn séu heimspekingar og skilgreina takmarkanir og eðli þessarar „sjálfkvæmu heimspeki“ sem er eiginleg öllum almenningi, þeirrar heimspeki sem er fólgin: 1. Í sjálfri tungunni sem … Halda áfram að lesa: Antonio Gramsci (1932) Inngangsfræði heimspeki og sögulegrar efnishyggju

Ernst Fischer (1964) Listir og hugmyndafræðileg yfirbygging

  Vélræn efnishyggja fyrri tíma leit á hugsunina sem einhvers konar heilastrit og hugsanir svita vitsmunalífsins. Á okkar dögum vitum við hve hugsanalífið er margslungið fyrirbrigði og mótsagnakennt, þ.e.a.s. við vitum það satt að segja ekki enn þá, en erum í þann veginn að kynnast því. Margir kreddubundnir marxistar hafa því miður sams konar fábrotinn skilning á mannlegum hugmyndum, hugsanaferli, tilfinningum, draumum, siðgæði og viðhorfi … Halda áfram að lesa: Ernst Fischer (1964) Listir og hugmyndafræðileg yfirbygging

V.I. Lenín (1911) Í minningu Kommúnunnar

Fjörutíu ár eru liðin frá því að lýst var yfir stofnun Parísarkommúnunnar. Að venju hyllir franskur öreigalýður minninguna um framgöngu byltingarsinnaðra verkamanna hinn 18. mars 1871 með fundahöldum og kröfugöngum. Í maílok mun hann enn á ný leggja blómsveig að gröfum hinna föllnu Kommúnarða, fórnarlamba hinnar ægilegu „maíviku“, enn á ný sverja eið sinn við grafirnar, eiðinn um að berjast og unna sér ekki hvíldar … Halda áfram að lesa: V.I. Lenín (1911) Í minningu Kommúnunnar

Karl Marx (1865) Laun, verð og gróði

  Inngangur   Borgarar.[1] Leyfið mér að gera nokkrar athugasemdir áður en ég sný mér að efninu. Nú sem stendur geisar á meginlandinu sannkölluð verkfallafarsótt og hvarvetna er kallað til hærri launa. Þetta mál mun verða rætt á þingi okkar. Þið, forusta Alþjóðasambandsins, ættuð að hafa ákveðna afstöðu til þessa höfuðmáls. Því áleit ég, fyrir mitt leyti, það skyldu mína að víkja að málinu, og … Halda áfram að lesa: Karl Marx (1865) Laun, verð og gróði