Karl Marx (1865) Laun, verð og gróði

  Inngangur   Borgarar.[1] Leyfið mér að gera nokkrar athugasemdir áður en ég sný mér að efninu. Nú sem stendur geisar á meginlandinu sannkölluð verkfallafarsótt og hvarvetna er kallað til hærri launa. Þetta mál mun verða rætt á þingi okkar. Þið, forusta Alþjóðasambandsins, ættuð að hafa ákveðna afstöðu til þessa höfuðmáls. Því áleit ég, fyrir mitt leyti, það skyldu mína að víkja að málinu, og … Halda áfram að lesa: Karl Marx (1865) Laun, verð og gróði

Karl Marx (1849) Launavinna og auðmagn

Inngangur e. Friedrich Engels (1891) Rit þetta birtist fyrst sem nokkrar forystugreinar í „Nýjum Rínartíðindum“ frá 5. apríl 1849 og fram eftir. Þær voru byggðar á fyrirlestrum sem Marx hélt fyrir þýska verkamannafélagið í Brüssel 1847. En ritið er aðeins brot. Undir greininni sem birtist í 269. tbl. stóð „framhald“, en það kom aldrei, og ollu því viðburðir sem þá ráku hver annan, innrás Rússa … Halda áfram að lesa: Karl Marx (1849) Launavinna og auðmagn

Ernest Mandel (1964) Inngangur að hagfræðikenningu marxismans

1. GILDI OG GILDISAUKAKENNINGAR Aukin framleiðni vinnunnar liggur, þegar allt kemur til alls, til grundvallar allri framþróun siðmenningarinnar. Meðan allt það sem hópur manna framleiðir hrekkur varla sjálfum framleiðendunum til framfæris og ekki er nein önnur framleiðsla umfram þessa nauðsynlegu framleiðslu, þá er heldur ekki möguleiki á verkaskiptingu eða tilkomu handverksmanna, vísindamanna eða listamanna, né skilyrði til þess að þróa þá tækni, sem er forsenda … Halda áfram að lesa: Ernest Mandel (1964) Inngangur að hagfræðikenningu marxismans