V.I. Lenín (1911) Í minningu Kommúnunnar

Fjörutíu ár eru liðin frá því að lýst var yfir stofnun Parísarkommúnunnar. Að venju hyllir franskur öreigalýður minninguna um framgöngu byltingarsinnaðra verkamanna hinn 18. mars 1871 með fundahöldum og kröfugöngum. Í maílok mun hann enn á ný leggja blómsveig að gröfum hinna föllnu Kommúnarða, fórnarlamba hinnar ægilegu „maíviku“, enn á ný sverja eið sinn við grafirnar, eiðinn um að berjast og unna sér ekki hvíldar … Halda áfram að lesa: V.I. Lenín (1911) Í minningu Kommúnunnar

V.I. Lenín (1895) Friedrich Engels

Ó, hvílíkt ljósker andans lognaðist þar út ó, hvílíkt hjarta sem nú er hætt að slá! Nekrassov, eftirmæli um Dobroljúbov. Hinn 5. ágúst að nýjum stíl (24.júlí) 1895 lést Friedrich Engels í London. Að vini sínum Karli Marx (sem dó 1883) frátöldum var Engels merkasti fræðimaður og lærifaðir öreigastéttar nútímans í öllum hinum siðmenntaða heimi. Eftir að örlögin leiddu þá Karl Marx og Friedrich Engels … Halda áfram að lesa: V.I. Lenín (1895) Friedrich Engels

V.I. Lenín (1913) Sögulegt hlutskipti kenningar Karls Marx

Aðalatriði fræðikenningar Karls Marx er að hún dregur fram sögulegt hlutverk öreigalýðsins, að byggja sósíalískt samfélag. Hefur framvinda heimsatburða staðfest þessa kenningu síðan Marx setti hana fram? Marx setti hana fyrst fram 1844. Í Kommúnistaávarpi þeirra Marx og Engels, sem birtist 1848, var þessi kenning þegar sett fram fullbúin og með kerfisbundnum hætti, og allt til þessa dags er það besta framsetning hennar. Heimssagan hefur … Halda áfram að lesa: V.I. Lenín (1913) Sögulegt hlutskipti kenningar Karls Marx

V.I. Lenín (1913) Þrennar rætur og samstæðir hlutar marxismans

Um allan hinn siðmenntaða heim vekja kenningar Marx fullan fjandskap og andúð allra borgaralegra vísinda (bæði opinberra og frjálslyndra), en þau líta á marxisrnann sem einhvers konar „hættulegan kreddutrúarhóp“. Og við öðru viðhorfi er heldur ekki að búast, því í samfélagi sem byggist á stéttabaráttu eru engin „hlutlaus“ félagsvísindi möguleg. Á einn eða annan hátt verja öll opinber og frjálslynd vísindi launaþrældóminn, en marxisminn hefur … Halda áfram að lesa: V.I. Lenín (1913) Þrennar rætur og samstæðir hlutar marxismans